Föstudaginn 24. febrúar 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) varamaður f. Lovísu Jónsdóttur (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT) í fjarfundi
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.
1. Niðurstöður árangursmats
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs fór yfir niðurstöður árangursmats stjórnar.
2. Stefnuráðsfundur 3. mars
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað til stefnuráðsfundar. Framkvæmdastjóri lagði fyrir fundinn drög að umræðuefni fyrir fundinn. Stjórn samþykkti að leggja til að rætt yrði um stöðu Nýs leiðanets, útvistunarstefnu og fyrirhugað útboð vegna aksturssamninga sem lýkur í ágúst 2024. Stjórn fól framkvæmdastjóra að undirbúa gögn í samræmi við umræður á fundinum.
3. Klapp greiðslukerfi og spurningavagn
Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri Strætó fór yfir stöðuna á Klapp greiðslukerfi Strætó. Klappið er í stöðugum vexti með um 33 til 35 þús. skannanir á hverjum degi. Útskipting skanna er í gangi en vegna erfiðleika við að afla aðfanga mun útskipting taka lengri tíma. Fyrirhugað er að hleypa af stokkunum nýrri virkni í kerfinu, svokölluðu greiðsluþaki (e. Capping) og „pay as you.“
Unnið er að innleiðingu snertilausra greiðslna (e. cEMV). Samkvæmt tímaáætlun frá FARA er áætlað að þær verði teknar í notkun í júlí 2023.
Strætó tekur reglulega þátt í spurningavagni Prósent. Í síðasta spurningavagni var nokkrum spurningum varðandi næturakstur bætt við. Farið var yfir helstu niðurstöður.
Klapp greiðslukerfi og spurningavagn
4. Sölutölur í janúar og fjöldi innstiga
Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri Strætó fór yfir sölutölur í janúar og samanburð við áætlun. Sala er í samræmi við áætlanir þó einhver tilfærsla sé á milli vöruflokka.
Framkvæmdastjóri fór yfir fjölda innstiga í janúar. Fjöldi innstiga í mánuðinum er sá mesti frá upphafi rafrænna talninga. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem slegið er met í fjölda innstiga en fjöldinn í desember 2022 hafði aldrei mælst meiri.
Sölutölur
5. Útboð á akstri
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á undirbúningi akstursútboðs. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og stefnt að því að auglýsa útboðið um miðjan mars. Fyrirhugaður er vinnufundur stjórnar um málið.
6. Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg vegna næturaksturs
Fyrir fundinum lágu drög að þjónustusamningi við Reykjavíkurborg vegna næturaksturs Strætó. Stjórn leggur áherslu á að enginn umframkostnaður falli á Strætó vegna þessarar þjónustu.
7. Starfsáætlun 2023
Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun 2023. Stjórn samþykkir starfsáætlun fyrir árið 2023.
Starfsáætlun 2023
8. Fyrirspurnir og tillögur
Fyrir fundinum lágu fyrirspurnir frá Flokki fólksins varðandi meðhöndlun kvartana og hvort fylgst sé með aksturslagi bílstjóra. Tillaga frá fulltrúa Flokks fólksins um að taka hraðari skref í orkuskiptum og t.d. fjölga metan vögnum. Tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna leiðar 14.
Stjórn fól framkvæmdastjóra að svara erindunum.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.