Föstudaginn 20. janúar 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14 og í fjarfundi.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.


1. Fjármál Strætó

Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagsstöðu Strætó. Staða handbærs fjár er lág, ekkert eigið fé er í félaginu og er Strætó illa undirbúið undir óvænta atburði sem geta komið upp. Hópur fjármálastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó eru að móta tillögur um fjárhagsskipan Strætó til framtíðar og skilar tillögum til eigenda um mánaðarmótin febrúar/mars. Stjórn áréttar að nauðsynlegt er að móta stefnu til framtíðar í fjármálum svo að Strætó geti sinnt sínu hlutverki í samræmi við eigendastefnu og tekist á við þau verkefni sem því er ætlað sem og að ná fram markmiðum um kolefnislausan vagnaflota 2030.

Fjárhagsstaða Strætó

Fjárhagsstaða Strætó

2. Vagnastaða

Framkvæmdastjóri kynnti erfiða stöðu á vagnaflota Strætó. Undanfarin ár hefur verið bent á að mikil óvissa er um stöðu flotans vegna aldurs og ástands. Tekjuáætlun félagsins byggir á því að hægt sé að halda upp fullri þjónustu á þeim leiðum sem keyrðar eru. Vegna ástands flotans hefur þurft að fella niður um 50 ferðir á síðasta einum og hálfa mánuði, sem er óviðunandi. Meginskýring ástandsins er að lítið hefur verið fjárfest í nýjum vögnum síðustu árin, vegna fjárhagsstöðu. Mikilvægt er að brugðist sé við þessari stöðu. Vagnastaða verktaka sem aka fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu er mun betri og gæti verið möguleiki á að fela þeim að aka fleiri leiðir.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að skoða nánar hvort mögulegt sé að fela verktökum frekari akstur svo að þjónustustig verði viðunandi.

3. Akstursútboð

Framkvæmdastjóri kynnti stöðuna á vinnu við útboðsgögn vegna útboðs á akstri. Fyrirhugað er að halda vinnufund með stjórn og var ákveðið að hafa hann 31. janúar kl. 15:30-19:30.

4. Starfsáætlun 2023

Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun 2023. Senda skal athugasemdir á framkvæmdastjóra fyrir lok næstu viku.

5. Árangursmat stjórnar

Sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs kynnti fyrirhugað árangursmat stjórnar. Hlekkur á spurningalista verður sendur stjórnarmönnum á næstu dögum.

6. Lýðheilsumat á fyrsta áfanga Borgarlínu

Hugrún Snorradóttir, verkefnastjóri lýðheilsu Landlæknisembættisins og Harpa Þorsteinsdóttir verkefnastjóri lýðheilsu hjá Reykjavíkurborg kynntu lýðheilsumat sem framkvæmt hefur verið vegna fyrsta áfanga Borgarlínu innan Reykjavíkur. Kynningin var í fjarfundi. Alexandra Briem sat hálfa kynninguna.

Lýðheilsumat á fyrstu lotu Borgarlínu

Lýðheilsumat á fyrstu lotu Borgarlínu

7. Skýrsla RNSA

Fyrir fundinum lá umsögn um skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Stjórn fól framkvæmdastjóra að svara í samræmi við drögin og umræður á fundinum.

Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.