Föstudaginn 6. janúar 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 08:00. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14 og í fjarfundi.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.
1. Næturstrætó
Fyrir fundinum lá tillaga frá Reykjavíkurborg um að Strætó annist þjónustu fyrir íbúa borgarinnar og bjóði upp á næturstrætó sem gengur eingöngu í Reykjavík.
Stjórn Strætó samþykkir tillöguna og heimilar framkvæmdastjóra að ganga til samninga við borgina. Stjórn leggur áherslu á og óskar eftir að gerður verði þjónustusamningur um næturaksturinn á milli Strætó og Reykjavíkurborgar.
Enginn kostnaður vegna þjónustunnar mun falla á önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg.
Minnisblað um næturakstur
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 8:30.