Föstudaginn 14. október 2022 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl.  07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð, Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri Strætó.


1. Fjárhagsáætlun 2023 til 2027

Fyrir fundinum lá vinnuskjal um fjárhagsáætlun Strætó 2023 til 2027. Stillt er upp 2 sviðsmyndum með mismunandi mikilli hækkun á framlagi eigenda Strætó. Sviðsmynd 1 er framlag skv. útkomuspá hækkað um hækkun strætóvísitölu skv. þjóðhagsspá frá júní 2022. Niðurstaða er að handbært fé verður neikvætt á fyrri hluta árs. Sviðsmynd 2 er framlag skv. útkomuspá hækkað um helming af aukaframlagi ársins 2022. Niðurstaða er að handbært fé verður jákvætt út árið, en ekki verður fjárfest í nýjum vögnum umfram eftirstöðva græns láns sem eru um 100 m.kr.

Stjórn leggur áherslu á að áætlun sé með jákvætt eigið og að ofangreind sviðsmynd 2 sé  lágmarksáætlun þar sem því viðmiði er ekki náð. Í henni er ekkert svigrúm til að bregðast við áföllum, greiða skuldir eða endurnýja búnað, hvað þá fara í orkuskipti eða umbætur á þjónustu. Niðurstaðan sýnir nauðsyn þess að fá aukin framlög til að tryggja rekstur Strætó til framtíðar. Skv. úttekt KPMG á fjárþörf Strætó vantar um 1,5 milljarð króna inn í reksturinn þannig að hann verði sjálfbær til framtíðar. Stjórn felur framkvæmdastjóra að stilla upp sviðsmynd með tvöföldu framlagi frá 2023 og senda á sveitarfélögin og leggja fyrir eigendafund Strætó.

Þá var rætt var um útvistun á akstri og nauðsyn þess í ljósi fjárhagsstöðu Strætó að taka þau mál til alvarlegrar skoðunar og fól framkvæmdastjóra að vinna að tillögu í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdastjóra var þá falið að koma með tillögu og útfærslu að fargjaldastefnu Strætó.

Stjórn fól framkvæmdastjóra að boða til eigendafundar þar sem ræða á fjárhagsáætlun Strætó.


Staða dómsmáls

Lagt fram trúnaðarmerkt skjal frá lögmanni félagsins. Stjórn samþykkti að fela lögmanni Strætó að ganga frá málinu.


3. Næturstrætó

Á stjórnarfundi þann 4. júlí 2022 samþykkt stjórn að fara í tilraunaverkefnin með næturstrætó til loka september 2022. Lagt var fram greining á notkun og kostnaði og er notkun undir væntingum. Í ljósi þess og fjárhagsstöðu Strætó samþykkir stjórn það sé ekki réttlætanlegt að halda áfram með næturstrætó og verður sú þjónusta hætt frá og með  16. október 2022.

Næturleiðir töluleg greining

Næturleiðir töluleg greining

Önnur mál

  • Lagt var fram drög að svarbréfi til umboðsmanns barna. Stjórn felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið kl. 8:40.