Föstudaginn 16. september 2022 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:00. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.
1. Drög að fjárhagsáætlun 2023
Umræður um forsendur og drög að fjárhagsáætlun 2023. Fjárhagsstaða Strætó er mjög erfið og hefur verið fundað með fjármálastjórum sveitarfélaga sem standa að Strætó. Umræður um mögulegar leiðir til að bæta fjárhagsstöðuna, m.a. gjaldskrárhækkanir og frekari hagræðingar. Áfram verður unnið að forsendunum í samráði við stjórn og eigendur. Ræða þarf sérstaklega breyttar forsendur fjárhagsáætlunar sem snúa meðal annars að rekstri, fjárfestingum, fjármögnun, framlögum eigenda og ríkisframlagi. Að óbreyttu stefnir í greiðsluþrot og sveitarfélögin hafa kalla eftir aðgerðum áður en meiri peningur er settur inn.
Gjaldskrárhækkun
Stjórn Strætó samþykkti á fundinum að hækka gjaldskrá um 12,5% frá og með 1. október 2022, m.a. til að mæta fjárþörf félagsins vegna ársins 2022. Þá hafa fargjöld ekki haldið í við verðlagsþróun síðustu mánaða, s.s. olíuverðshækkanir og hækkanir á aðföngum sem leitt hafa til aukins kostnaður í rekstri Strætó.
Gjaldskráin hefur verið óbreytt síðan um áramótin 2020/2021 en þann 16. nóvember 2021 var Klapp, rafrænt greiðslukerfi Strætó innleitt og öll gjaldskráin einfölduð til að vera sanngjarnari og veita viðskiptavinum jafnari kjör á fargjöldum.
3. Menningarnótt og aðrir hátíðisdagar
Umræður um fyrirkomulag og akstur Strætó á Menningarnótt og öðrum hátíðisdögum, s.s. 17. júní, Sjómannadegi og Reykjavík Pride. Akstur Strætó á þessum dögum hefur miðast við akstur eins og á hefðbundnum laugardegi með þeirri undantekningu að gjaldfrjálst er í vagna á Menningarnótt. Mikil ásókn var í vagna Strætó á þessum dögum í ár og þá sérstaklega á Menningarnótt, sem varð til þess að ekki var unnt að þjónusta alla þá farþega sem hugðust nýta sér Strætó þennan dag. Afkastageta Strætó miðað við þann vagnaflota sem til staðar var, er um 4000 manna á klst. miðað við jafna dreifingu farþega yfir allt höfuðborgarsvæðið.
Þá var rætt um kostnað vegna aksturs á þessum dögum. Framkvæmdastjóra var falið að taka saman kostnaðaryfirlit vegna aksturs á Menningarnótt og skoða framtíðarfyrirkomulag.
Menningarnótt og aðrir hátíðisdagar
4. Innri endurskoðun
Deloitte hf. hefur séð um innri endurskoðun Strætó frá árinu 2016. Framkvæmdastjóri lagði til að framlengja þann samning um eitt ár til viðbótar. Stjórn samþykkti það.
Önnur mál
- Næturstrætó. Tilraunaverkefni í gildi út september. Stjórn óskaði eftir nánari upplýsingum og gögnum um verkefnið svo unnt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýting hefur ekki staðist væntingar forsvarsmanna Strætó.
- Börn í landsbyggðastrætó á milli Kjalarness og Reykjavíkur. Fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn spurðist fyrir hvort mögulegt væri að börn 6-10 ára mættu ferðast ein í Strætó á milli Kjalarness og Reykjavíkur en í gildi eru reglur um að börn yngri en 10 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum í landsbyggðastrætó. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið.
- Dómur Héraðsdóms frá 13. september sl. í máli fyrrv. starfsmanns gegn Strætó. Óskað er eftir gögnum frá lögmanni Strætó. Umræðu frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
Fundi slitið kl. 08:50