Mánudaginn 4. júlí 2022 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs og hófst hann kl.  12:00. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðstjóri mannauðs- og gæðamála.


1. Næturstrætó

Á stjórnarfundi þann 1. júlí 2022 óskaði stjórn eftir minnisblaði um nánari útfærslu og kostnað næturstrætó. Fyrir fundinum lá minnisblað dagsett 2. júlí 2022 um næturstrætó. Um er að ræða leiðir 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Áætlaður kostnaður er rúmlega 22,2 m.kr. fyrir tímabilið júlí til loka september. Bætt verður við leið sem mun aka um Bústaðarveg í Grafarholt og Úlfarsárdal og bætist þá við kostnaður um 2,5 m.kr., áætlaður heildarkostnaður verður því um 25 m.kr..

Stjórn samþykkir akstur næturstrætó til reynslu að nýju frá 8. júlí n.k til loka september 2022.  Framtíðarfyrirkomulag á næturstrætó verður metið í framhaldinu af þessu tímabili.

Leitast verður eftir að nota rafvagna í akstur næturstrætó eins og kostur er.