Föstudaginn 11. mars 2022 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 08:00 og fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.
Mætt voru:
- Hjálmar Sveinsson (HS)
- Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
- Helga Ingólfsdóttir (HI)
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
- Gunnar Valur Gíslason (GVG)
- Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ)
Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs.
1. Árangursmat stjórnar
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála, kynnti niðurstöðu úr árangursmati stjórnar.
2. Ársreikningur Strætó
Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Grant Thornton, fór yfir endurskoðunarskýrslu dags. 11.03.2022 vegna ársreiknings Strætó 2021. Einnig lágu fyrir ábendingar og athugasemdir Grant Thornton dags. 11.03.2022 vegna endurskoðunar á ársreikningi 2021.
Sunna Jóhannsdóttir, fulltrúi í endurskoðunarnefnd Strætó, kynnti umsögn nefndarinnar, dagsett 9. mars 2022, um ársreikning Strætó 2021.
Stjórn samþykkir ársreikninginn sem verður áritaður rafrænt í kjölfar fundarins.
Kl. 08:45 hófst eigendafundur Strætó (fjarfundur) sem sér dagskráliður stjórnarfundar.
3. Fjármál Strætó
Framkvæmdastjóri kynnti fyrir eigendavettvangi fjárhagsstöðu Strætó í ljósi hækkandi kostnaðarverðs ýmissa aðfanga, s.s. olíu og óvissu um tekjuáætlun félagsins.
4. Nýtt leiðanet
Framkvæmdastjóri kynnti fyrir eigendavettvangi stöðuna á Nýju leiðaneti.
5. Hröð orkuskipti
Bréf frá borgarritaranum í Reykjavík, dags. 01.03.2022 varðandi hröð orkuskipti í Reykjavík og eftirfylgni tillagna starfshóps. Einnig lá fyrir bréf borgarstjóra til borgarráðs dags. 04.01.2022 varðandi tillögur starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar um hröð orkuskipti.
Vísað til áframhaldandi umræðu á næsta fundi stjórnar.
Kl. 9:10 lauk eigendafundi Strætó (fjarfundi).
Stjórn felur framkvæmdastjóra að boða til sérstaks vinnufundar stjórnar um framangreind málefni sem rædd voru á fundi stjórnar með fulltrúum eigenda.
6. Önnur mál
Frá borgarráði 3. mars 2022: Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í Reykjavík varðandi framlengingu notkunar á eldri greiðsluleiðum Strætó. Vísað til framkvæmdastjóra til skoðunar.