Föstudaginn 3. desember 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og  fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.


Mætt voru: 

  • Hjálmar Sveinsson (HS)
  • Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
  • Gunnar Valur Gíslason (GVG)
  • Helga Ingólfsdóttir (HI)
  • Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ)

Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs.


1. Útboð - staðan

Framkvæmdastjóri fór yfir minnisblað um vagnakaupaútboð.

Stjórn óskar eftir formlegu minnisblaði frá lögmanni um útboðið. Málið verður tekið aftur fyrir á næsta stjórnarfundi í janúar 2022.


2. Fjárhagsstaða Strætó

Framkvæmdastjóri fór yfir nýjustu útkomuspá fyrir árið 2021. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði neikvæð um rúmar 285 m.kr. Tekjur eru 1.091 m.kr. undir. Farþegatekjur eru 113 m.kr. undir, sérstakt ríkisframlag vegna Covid er 744 m.kr. undir áætlun og vegna minni umsvifa eru tekjur af Pant 283 m.kr. undir. Gjöld eru um 500 m.kr. undir. Launagjöld eru um 170 m.kr. undir og önnur rekstrargjöld um 330 m.kr. undir áætlun, sem skýrist að yfirvinna hefur dregist saman, minni umsvifa í Pant og almenns aðhalds í öðrum rekstrarútgjöldum. Rekstur tölvukerfa er yfir áætlun, en ráðist var meðal annars í umtalsverðar aðgerðir til að auka öryggi tölvukerfa og aukið við sjálfsþjónustu í Pant akstursþjónustu.


3. Fargjaldaálag

Framkvæmdastjóri og Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðamála fóru yfir drög að reglum um fargjaldaálag. Senda þarf reglurnar til samþykktar í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og auglýsa í Stjórnartíðindum. Umræðum verður framhaldið á næsta fundi.


4. Klappið – rafræn skilríki

Framkvæmdastjóri fór yfir áhyggjur Þroskahjálpar við notkun á rafrænum skilríkjum. Unnið er að því í samvinnu við þau að fræða og aðstoða notendur við virkjun afsláttar. Jafnframt verður notendaviðmót einfaldað eftir því sem við verður komið.


5. Starfsáætlun 2022

Stjórn samþykkir starfsáætlun fyrir árið 2022.


6. Borgarlínuverkefni

Fyrir fundinum lá verkefnistillaga að þarfagreiningu fyrir upplýsingakerfishögun framtíðar hágæða almenningssamgöngukerfis höfuðborgarsvæðisins.

Stjórn Strætó ítrekar að skýra þarf umboð Strætó til að vinna að verkefnum tengdum hágæða almenningssamgöngukerfi framtíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá óskar stjórn eftir að aðili frá verkefnastofu Borgarlínu komi inn á fund stjórnar til að kynna stöðu verkefnis, t.d. hvernig tengja skal saman rekstrarlega þætti og uppbyggingu innviða.


7. Önnur mál

a) Lögð var fram bókun frá ungmennaráða Hafnarfjarðar vegna hækkunar á verði ungmennakorta. Framkvæmdastjóra falið að svara ungmennaráðinu.

Fundi slitið kl. 12:30