Föstudaginn 19. nóvember 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og  fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.


Mætt voru:

  • Hjálmar Sveinsson (HS)
  • Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
  • Gunnar Valur Gíslason (GVG)
  • Helga Ingólfsdóttir (HI)
  • Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ)

Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs.


1. Innri endurskoðun

Sif Einarsdóttir, innri endurskoðandi Strætó, kom á fundinn og fór yfir skýrslu innri endurskoðanda og greinargerð til stjórnar og endurskoðunarnefndar um innra eftirlit.  Sigrún Guðmundsdóttir, fulltrúi endurskoðunarnefndar Strætó sat fundinn undir þessum lið.


2. Árshlutareikningur 30. september 2021

Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, deildarstjóri fjármála, lögðu fram og kynntu níu mánaða uppgjör félagsins. Árshlutauppgjörið er hvorki kannað né endurskoðað af endurskoðendum félagsins. Rekstrarafkoma fyrstu níu mánaða ársins er 389 m.kr. undir áætlun. Tekjur eru um 845 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir sem skýrist af lægra COVID framlagi frá stjórnvöldum, minni umsvifum í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk og farþegatekjum sem eru 72 m.kr. lægri en áætlun. Rekstrargjöld eru um 448 m.kr. lægri en áætlun, vegna aðhaldsaðgerða og minni umsvifa í akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Sigrún Guðmundsdóttir fulltrúi endurskoðunarnefndar sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta árshlutareikning Strætó bs. 30. september 2021 með undirritun sinni.


3. Vagnakaupaútboð

Fyrir fundinum lá minnisblað um vagnakaupaútboð og drög að fyrirkomulagi þess.

Stjórn Strætó heimilar að hefja vinnu við að útbúa útboðsgögn og leggja síðan fyrir stjórnarfund til samþykktar síðar.


4. Starfsáætlun 2022

Lögð voru fram drög að starfsáætlun 2022.


5. Leiðakerfismál

Valgerður G. Benediktsdóttir, sérfræðingur í skipulagsdeild kom og kynnti hugmyndir að frekari útfærslu hagræðingar á leiðakerfinu á næsta ári.


6. Niðurstaða Persónuverndar

Lögð var fram niðurstaða Persónuverndar vegna úttektar á merkingum vegna rafrænnar vöktunar í strætisvögnum.

Úrskurður Persónuverndar
www.personuvernd.is

7. Niðurstaða Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

Lagður var fram úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna ákvörðunar Strætó bs. í máli nr. SRN21020034


8. Klappið – reynslan – næstu skref

Daði Áslaugarson, deildarstjóri upplýsingatækni fór yfir reynslu af Klappinu, nýju rafrænu greiðslukerfi Strætó, fyrstu dagana og það sem er framundan.


9. Önnur mál

Lagt fram erindi frá Félagi eldri borgara varðandi gjaldskrárbreytingar. Stjórn fól framkvæmdastjóra að svara.

Fundi slitið kl. 12:30


10. Fylgiskjöl