Föstudaginn 3. september 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.


Mætt voru:

  • Hjálmar Sveinsson (HS)
  • Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
  • Rúnar Bragi  Guðlaugsson (RBG)
  • Gunnar Valur Gíslason (GVG)
  • Helga Ingólfsdóttir (HI) í gegnum fjarfundarbúnað.
  • Sigrún Edda Jónsdóttir  (SEJ) boðaði forföll.

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála hjá Strætó.


1. Fjárhagsáætlun 2022-2026

Framkvæmdastjóri kynnti útkomuspá ársins 2021.  Töluverð óvissa er um útkomu ársins 2021 en skv. nýjustu útkomuspá er gert ráð fyrir tapi upp á um 400 m.kr. á árinu. Skýrist það að mestu af lækkun farþegatekna um rúmar 200 m.kr. og að sérstakt Covid framlag ríkisins verður um 120 m.kr. sem er mun lægra framlag en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Á móti er nú reiknað með að útgjöld ársins verði um 400 m.kr. lægri en fjárhagsáætlun 2021 gerði ráð fyrir vegna aðhaldsaðgerða sem gripið var til á árinu.

Umræður voru um  forsendur fjárhagsáætlunar 2022- 2026 og hvernig tap ársins 2021 verði gert upp.

Samkvæmt eigendastefnu Strætó skal eigendafundur ákvarða forsendur fjárhagsáætlunar byggðasamlagsins. Þann 30. ágúst 2021 var haldinn eigendafundur Strætó bs. þar sem stjórn og framkvæmdastjóri kynntu stöðu og drög að forsendum fjárhagsáætlunar 2022. Farið yfir fjárfestingar í vögnum og upplýsingakerfi ásamt lánveitingu græns láns frá Lánasjóði sveitarfélaga. Niðurstaðan var sú að fullmótuð verði tillaga að fjárhagsáætlun Strætó bs. fyrir árið 2022 til framlagningar á næsta eigendafundi.

Umræðum um fjárhagsáætlun Strætó bs. verður framhaldið á næsta fundi stjórnar þar sem framkvæmdastjóri mun kynna drög að fjárhagsáætlun 2022- 2026.


2. Lántaka Strætó bs.

Á 340. fundi stjórnar Strætó bs. þann 21.5.2021 samþykkti stjórn að heimila framkvæmdastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 400 m.kr. til grænnar fjárfestingar í rafmagnsvögnum.

Samþykkt stjórnar var staðfest á eigendafundi Strætó bs. þann 15.6.2021.

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga samþykkti svo lánsumsóknina á fundi sínum þann 24.8.2021. Lánið er að fjárhæð 400 milljónir króna til allt að 8 ára, vextir eru fastir 4,5%, einungis greiðast vextir fyrstu fjögur árin og höfuðstóll lánsins greiðist með jöfnum greiðslum á síðari fjórum árum lánstímans.

Stjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að kalla eftir lánssamningi frá Lánasjóði sveitarfélaga svo að stjórn geti óskað eftir nauðsynlegri ábyrgð frá aðildarsveitarfélögum byggðasamlagsins vegna lánsins en fyrir liggur að Lánasjóður sveitarfélaga krefst einfaldarar ábyrgðar og veðsetningar til tryggingar ábyrgðinni í tekjum sveitarfélaganna í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.


3. Önnur mál

3.1 Lagt fram erindi frá Stúdentaráði Háskóla Íslands varðandi næturstrætó.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að svara erindinu í samráði við stjórnarformann.


4. Fylgiskjöl