Föstudaginn 2. júlí 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og fór fram á Hesthálsi 14.


Mætt voru:

  • Hjálmar Sveinsson (HS)
  • Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS)
  • Gunnar Valur Gíslason (GVG)
  • Helga Ingólfsdóttir (HI).
  • Sigrún Edda Jónsdóttir  (SEJ)

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála hjá Strætó.


1. Stefnur Strætó

Á stjórnarfundi 11. júní sl. voru kynnt drög að uppfærðum stefnum Strætó þar sem búið er að taka tillit til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna nr. 11, 12 og 13. Um er að ræða  Umhverfisstefnu, Öryggisstefnu, Innkaupastefnu, Jafnréttisstefnu, Stefna Strætó gegn einelti, áreitni og ofbeldi, þjónustustefna, fræðslustefna og Viðverustefna.

Stjórn samþykkir framlagðar stefnur.


2. Fjárhagsleg staða

Framkvæmdastjóri fór yfir fjárhagslega stöðu Strætó og upplýsti um farþegatalningar og stöðu viðræðna við Lánasjóð sveitarfélaga um lántöku.


3. Upplýsingatækni til framtíðar

Fyrir fundinum lá vinnuskjal, dags. 30. Júlí .2021, um upplýsingatækni Strætó til framtíðar. Á næstu árum er þörf á að uppfæra og endurnýja ýmis upplýsingakerfi sem nú eru í notkun hjá Strætó.


4. Fargjaldaálag

Alþingi samþykkti á nýafstöðnu þingi breytingar á lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga þar sem inn kom heimild handa flytjendum til að krefja farþega í almenningssamgöngum um fargjaldaálag hafi ekki verið greitt rétt fargjald.

Strætó þarf að semja reglur varðandi fargjaldaálag, fá samþykki Samgönguráðaneytis á þeim og auglýsa reglurnar síðan í B-deild Stjórnartíðinda.

Framkvæmdarstjóri upplýsti að hafin sé vinna við gerð reglna sem verða lagðar fyrir stjórn  til umfjöllunar og afgreiðslu í haust.


5. Tilkynning um kosningu fulltrúa Hafnafjarðabæjar og Mosfellsbæjar í stjórn Strætó

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 23. júní 2021 var Helga Ingólfsdóttir kosin sem aðalmaður í stjórn Strætó til loka kjörtímabils og Ólafur Ingi Tómasson sem varamaður.

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 30. júní 2021 var Rúnar Bragi Guðlaugsson kosinn sem aðalmaður í stjórn Strætó til loka kjörtímabils og Ásgeir Sveinsson sem varamaður.


6. Önnur mál

  • Fyrir fundinum lá fyrirspurn, dags. júní 2021 frá Sósíalistaflokknum Í Reykjavík varðandi vinnustaðagreiningu Strætó. Framkvæmdastjóra var falið að svara fyrirspurninni.

Fundi slitið kl. 12:00