Strætisvagnar

Strætisvagnar eru áberandi miðill til þess að koma skilaboðum áleiðis. Til þess að fá tilboð í auglýsingar á strætisvögnum þá skaltu senda fyrirspurn á auglysingar@straeto.is.

Strætó býður upp á einstakan miðil til birtingar á auglýsingaefni sem fer ekki fram hjá neinum,  líkt og mælingar sýna fram á. Uppsöfnuð dekkun er óviðjafnanleg og tíðnin há þvert á aldurshópa.

Birtingartíminn er einn mánuður þar sem vagninn ekur ólíkar leiðir á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem auglýst vörumerki situr eitt að plássinu. Þannig fá skilaboðin óskipta athygli í umferðinni.

Heilmerktu vagnarnir eru útbúnir með sérprentuðum filmum sem límdir eru á vagnana og því geta allir regnbogans litir eða hreinlega hvaða myndefni sem er prýtt vagninn.

Möguleikarnir til að gera eitthvað skemmtilegt og skapandi, eitthvað sem vekur eftirtekt eru því óteljandi!

Mál fyrir strætisvagna

Yutong rafvagn
Iveco Crossway