Eftirfarandi breytingar verða gerðar á tímatöflum á Austfjörðum.


Leið 93

Aukaferðin sem hefur verið farin á fimmtudögum í samræmi við siglingaráætlun Norrænu tekur breytingum í takt við breytta siglingaáætlun.

  • 10. september til 5. nóvember: Aukaferðin verður farin á þriðjudögum. Brottför frá Seyðisfirði til Egilsstaða kl. 10:15.
  • 13. og 20. nóvember: Aukaferðin færist á miðvikudaga.
  • 27. nóvember til 12. mars 2025: Engar aukaferðir.
  • 19. mars 2025: Aukaferðir byrja aftur á miðvikudögum.

Leið 94

Vetrarakstur hefst 30. september 2024 með breyttri tímatöflu, einnig mun leiðin ekki lengur aka á milli Breiðdalsvíkur og Hafnar heldur fer einungis á milli Djúpavogs og Hafnar.


Engar breytingar verða á leiðum 91, 92, 95 og 96.