Vegagerðin hefur ákveðið að styðja við Grindvíkinga á þessum fordæmalausu tímum, og bjóða 12-17 ára ungmennum frá Grindavík að fá frítt strætókort sem gildir í landsbyggðarvagna. Kortin eru hugsuð fyrir ungmenni sem þurfa að sækja þjónustu eða afþreyingu á höfuðborgarsvæðið eða á Suðurnes og munu gilda fyrir Suðurnes, Suðurland eða Vesturland.
Hægt er að sækja um strætókortið á straeto.is undir verslun á landsbyggðinni Landsbyggðarkortin eru ekki hluti af Klappinu og ekki rafræn. Nauðsynlegt er því að láta ljósmynd af viðkomandi fylgja með þegar sótt er um kort.
Kortin er hægt að fá send í bréfpósti eða sækja þau á skrifstofu Strætó bs. á Hesthálsi 14 eða í þjónustumiðstöð Grindvíkinga í Tollhúsinu.