Áhrif verkfalls bílstjóra í olíudreifingu á Strætó.
Verkfall bílstjóra í olíudreifingu á höfuðborgarsvæðinu mun ekki hafa áhrif á þjónustu Strætó þar sem undanþága hefur verið veitt fyrir dreifingu á olíu fyrir bæði vagna Strætó og verktaka sem keyra fyrir Strætó.
Akstur Strætó innan höfuðborgarinnar og á landsbyggðinni mun því haldast óbreyttur.