Fréttir
15. ágúst 2023

Þjónusta Strætó á Menningarnótt 2023

Einhverjar lokanir verða fyrir ak­andi um­ferð í miðborg­inni þegar Menn­ing­arnótt fer þar fram á laug­ar­dag. Borga þarf almennt fargjald í strætó og næturgjald í næturstrætó sem tek­ur við um eitt­leytið en handhafar mánaðar- og árskorta geta notað kortin sín um borð í næturstrætó.

Leið 1:

  • mun aka á 15 mín. tíðni frá ca. kl. 7 – 10
  • mun aka á 10 mín. tíðni frá ca. kl. 10 – 18
  • mun aka á 15 mín. tíðni ca. frá kl. 18 – 22:30 (þar til tæming frá miðborg hefst)

Leiðir 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14 og 15:

  • munu aka á 15 mín tíðni frá kl. 7/8 – 18
  • munu aka á 30 mín tíðni frá kl. 18 – 22:30 (þar til tæming frá miðborg hefst)

Athugið að leið 18 ekur til og frá HR í stað leiðar 5 á Menningarnótt

Hægt er að sjá biðstöðvar sem stoppað verður á í tímatöflu allra leiða undir 19. ágúst.

Við biðjum viðskiptavini að kynna sér vel áætlun Strætó í leiðavísinum og finna ferð, áður en haldið er af stað á Menningarnótt, þar sem tímasetningar ferða geta verið aðrar en venjulega vegna aukinnar tíðni og lokana gatna í borginni. Búið er að uppfæra leiðavísinn eftir bestu getu og hægt er að skoða tímatöflur allra leiða fyrir daginn en þar sem lokanir eru víðsvegar um borgina getur verið að vagninn þurfi að aka óhefðbundna leið – Vinsamlegast fylgist því með för vagnanna í Klappinu eða á straeto.is til að sjá hvar vagnarnir eru.

Hægt er að greiða á fjóra mismunandi vegu í Strætó á höfuðborgarsvæðinu, með:

  • Klapp tíu
  • Áfyllanlegu Klapp korti
  • Klappinu appi í síma
  • Reiðufé – vagnstjórar á höfuðborgarsvæðinu gefa ekki til baka

Nánari upplýsingar á Klappid.is 


Leiðakerfi rofið kl. 22:30

Kl. 22:30 verður leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu rofið og öllum tiltækum vögnum verður beint að Sólfarinu við Sæbraut.

Það kostar ekkert í þessar ferðir.

Þetta eru síðustu ferðir Strætó áður en leiðakerfið verður rofið fyrir flugeldasýningu:

Brottfaratímar á síðustu ferð frá
1Kl. 22:28 frá HlemmiKl. 22:19 frá Skarðshlíð.
2Kl. 22:03 frá HlemmiKl. 22:22 frá Mjódd
3Kl. 22:24 frá HlemmiKl. 22:21 frá Mjódd
4Kl. 22:18 frá HlemmiKl. 22:21 frá Mjódd
5Kl. 22:12 frá Gömlu HringbrautKl. 22:14 frá Árvaði
6Kl. 22:07 frá HlemmiKl. 22:18 frá Egilshöll
11Kl. 22:22 frá MjóddKl. 22:23 frá Eiðistorgi
12Kl. 22:20 frá SkerjafirðiKl. 22:07 frá Ártúni
13Kl. 22:10 frá SléttuvegiKl. 22:08 frá Öldugranda
14Kl. 22:09 frá GrandaKl. 22:14 frá Verzló
15Kl. 22:15 frá ReykjavegiKl. 22:01 frá Flyðrugranda
18Kl. 22:06 frá SpöngKl. 22:09 frá HR
19Kl. 22:18 frá KaplakrikaKl. 22:22 frá Ásvallalaug
24Kl. 22:19 frá SpöngKl. 22:03 frá Ásgarði
35Kl. 22:07 frá Hamraborg

Undantekning: Þjónusta verður ekki rofin á leiðum sem eru í pöntunarþjónustu. Þetta eru leiðir 22, 23, 25, 26 og 27.