Lokað verður fyr­ir ak­andi um­ferð í miðborg­inni þegar Menn­ing­arnótt fer þar fram á laug­ar­dag. Frítt verður í strætó all­an dag­inn þangað til akst­ur á hefðbundn­um næt­ur­strætó tek­ur við um eitt­leytið, en ekki er frítt í hann.

Leiðir 1, 3, 5, 6, 11, 12, 13, 14 og 15 munu aka hjáleið um Hringbraut og Snorrabraut á leið til og frá Hlemmi.

Hér fyrir neðan má sækja kort af hátíðarsvæðinu og lokuðum götum í miðborginni.


Leiðakerfi rofið kl. 22:30

Kl. 22:30 verður leiðakerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu rofið og öllum tiltækum vögnum verður beint að Sæbraut við Höfða.

Þetta eru síðustu ferðir Strætó áður en leiðakerfið verður rofið fyrir flugeldasýningu:

Brottfaratímar á síðustu ferð frá
1Kl. 22:13 frá HlemmiKl. 22:04 frá Skarðshlíð.
2Kl. 22:03 frá HlemmiKl. 22:22 frá Mjódd
3Kl. 22:24 frá HlemmiKl. 22:21 frá Mjódd
4Kl. 22:18 frá HlemmiKl. 22:21 frá Mjódd
5Kl. 22:06 frá HRKl. 22:18 frá Norðlingaholti
6Kl. 22:07 frá HlemmiKl. 22:18 frá Egilshöll
11Kl. 22:22 frá MjóddKl. 22:23 frá Eiðistorgi
12Kl. 22:20 frá SkerjafirðiKl. 22:07 frá Ártúni
13Kl. 22:10 frá SléttuvegiKl. 22:08 frá Öldugranda
14Kl. 22:09 frá GrandaKl. 22:10 frá Verzló
15Kl. 22:15 frá ReykjavegiKl. 22:01 frá Flyðrugranda
18Kl. 22:06 frá SpöngKl. 22:16 frá Hlemmi
19Kl. 22:18 frá KaplakrikaKl. 22:22 frá Ásvallalaug
24Kl. 22:19 frá SpöngKl. 22:03 frá Ásgarði
35Kl. 22:07 frá Hamraborg

Undantekning: Þjónusta verður ekki rofin á leiðum sem eru í pöntunarþjónustu. Þetta eru leiðir 22, 23, 25 og 27.


Ef viðskiptavinur virkjar óvart miða

Ef viðskiptavinur gleymir að það sé frítt í Strætó og virkjar miða í appinu, þá getur hann/hún/hán sent tölvupóst á endurgreidslur@straeto.is og við sendum viðkomandi frían miða.

Nauðsynlegt er að símanúmer fylgi með tölvupóstinum.