Fréttir
6. apríl 2022

Sumaráætlun og seinni hluti aðhaldsaðgerða taka gildi 10. apríl

Sumaráætlun á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi á leiðum 6, 19 og 28 þann 10. apríl n.k. Síðari hluti aðhaldsaðgerða sem tilkynnt var um í síðustu viku taka einnig gildi.


Sumaráætlun á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi á leiðum 6, 19 og 28 þann 10. apríl n.k. Það þýðir að leiðir 19 og 28 aka á 30 mínútna tíðni allan daginn í stað þess að aka skv. 15 mínútna tíðni á annatímum.

Leið 6 mun aka á 15 mínútna tíðni yfir annatímann í stað þess að aka á 10 mínútna tíðni yfir annatímann.  Sumaráætlunin tekur gildi örlítið fyrr þetta árið vegna aðhaldsaðgerðanna hjá Strætó.


Síðari hluti aðhaldsaðgerða

Þann 10. apríl tekur einnig í gildi seinni hluti aðhaldsaðgerða sem tilkynnt var um í síðustu viku. Síðustu kvöldferðir verða klipptar af leiðum 1, 2, 3, 4, 5, 6 og 18.

 

Leið 1

Seinasta ferð frá Klukkuvöllum til Hlemms fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05

Seinasta ferð frá Hlemmi til Klukkuvalla fer kl. 23:43 í staðinn fyrir kl. 00:13

 

Leið 2

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 22:52 í staðinn fyrir kl. 23:22

Seinasta ferðin frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:35 í staðinn fyrir kl. 00:05. (Á laugardögum og sunnudögum fer síðasta ferðin kl. 23:33)

 

Leið 3

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51 á virkum dögum og 00:21 á laugardögum.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:24 í staðinn fyrir kl. 23:54.

 

Leið 4

Seinasta ferð frá Hlemmi til Mjóddar fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48

Seinasta ferð frá Mjódd til Hlemms fer kl. 23:21 í staðinn fyrir kl. 23:51

 

Leið 5

Seinasta ferð frá Norðlingaholti til Nauthóls fer kl. 23:14 í staðinn fyrir kl. 23:44.

Seinasta ferð frá Nauthól til Norðlingaholts fer kl. 23:36 í staðinn fyrir kl. 00:06.

 

 

Leið 6

Seinasta ferð frá Egilshöll til Hlemms fer kl. 23:18 í staðinn fyrir kl. 23:48.

Seinasta ferð frá Hlemmi til Egilshallar fer kl. 23:37 í staðinn fyrir kl. 00:07.

 

Leið 18

Seinasta ferð frá Hlemmi til Spangar fer kl. 23:16 í staðinn fyrir kl. 23:46.

Seinasta ferð frá Spöng til Hlemms fer kl. 23:09 í staðinn fyrir kl. 23:39. (Á laugardögum og sunnudögum fer síðasta ferðin kl. 23:06)

 

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.