Gleymdu þér í Strætó og hlustaðu á strætósögur á Storytel til að hvíla hugann frá amstri dagsins.

Storytel í samstarfi við Strætó hefur gefið út sjö stuttar strætósögur sem tilvalið er að hlusta á þegar maður lætur líða úr sér í Strætó. Skyggndu inn í hveitibrauðsdaga ungs pars þar sem lífið er ekki eins ljúft og þau bjuggust við eða ferðastu um með ungum manni í strætó sem er á leið á stefnumót sem fer á annan veg en hann hélt.

Strætósögur er safn sjö brakandi ferskra smásagna eftir Þóru Sif Guðmundsdóttur.