Fréttir
30. sept. 2022

Strætó í samstarfi við bandaríska nemendur

Hópur bandarískra nemenda vinnur nú í samstarfi við Strætó að rannsókn á innleiðingu Klapps greiðslukerfisins. Nemendahópurinn kemur frá skólanum Worcester Polytechnic Institute (WPI) í Massachusetts fylki og verður sjö vikur á landinu. Strætó hefur nokkur undanfarin ár verið í samstarfi við nemendahópa frá þessum skóla þar sem nemendur hafa unnið hin ýmsu verkefni með góðum árangri.

Verkefnið núna er að rannsaka innleiðingu Klapps kerfisins og verður könnun lögð fyrir viðskiptavini annars vegar og vagnstjóra hins vegar. Límmiðar hafa verið settir í vagna þar sem notendur geta skannað inn QR kóða og svarað könnun um Klapp kerfið.