Fréttir
14. okt. 2024

Strætó fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024

Strætó hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) og er ætlað að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar. Markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.

„Jafnrétti er ákvörðun og við getum verið stolt af því að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skiptir miklu máli,“  segir Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Strætó.