Fréttir
12. okt. 2023

Strætó fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Strætó er á meðal þeirra fyrirtækja og opinberu aðila sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2023. Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó tók á móti verðlaununum á viðurkenningarathöfn FKA og Jafnvægisvogarinnar þann 12. október.

Sigurborg segir ánægjulegt fyrir Strætó að fá viðurkenninguna en Jafnvægisvoginni er ætlað að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. „Strætó hefur ávallt reynt að gæta þess að hlutfall milli kynja sé sem jafnast, enda er það ekki einungis hagur vinnustaðarins og viðskiptavina heldur samfélagsins alls. Það skiptir máli að fá alla að borðinu þegar kemur að ákvarðanatöku og erum við stolt af þessari viðurkenningu“, segir Sigurborg.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni unnið í samstarfi við Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó tók á móti verðlaununum
Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó tók á móti verðlaununum