Snertilausar greiðslur eru um þessar mundir í lokaprófunum. Greiðslulausnin sem er hluti af Klapp greiðslukerfinu er komin um borð í alla vagna Strætó en enn er verið að fínpússa nokkra hluti. Hægt er að greiða eitt almennt fargjald (fullorðins) snertilaust með debit- og kreditkortum.
Við minnum á að þeir viðskiptavinir sem eru með virk tímabilskort eða staka miða í appinu þurfa að vera með QR kóðann tilbúinn á skjánum áður en gengið er um borð í vagninn, annars er möguleiki á því að snertilausu greiðslurnar virkjist og skuldfæri almennan miða af kortinu. Þegar síminn er svo lagður upp að skannanum þá á QR kóðinn að taka yfir veskið.
Við hvetjum fólk til að hafa samband við straeto@straeto.is hafi það einhverjar ábendingar sem það vill koma á framfæri eða nýta sér ábendingakerfi Strætó.