Uppfærsla var gerð á skipuleggja ferð (e. Journey planner) sem mun bæta notendaupplifun til muna og gera framsetningu leitar skýrari. Uppfærslan er bæði á vefnum og í Klappinu. Nauðsynlegt er að notendur uppfæri appið sitt til að fá fram nýjungarnar.
Nú er hægt að sjá verð fyrir fullorðna þegar ferðast er bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni. Framsetning leitarniðurstaðna úr skipuleggja ferð er skýrari t.d. hvaða hluti af heildarferðatíma er gangandi og hversu mikill tími er um borð í strætisvagni. Í leitarniðurstöðum er birt yfirlit yfir þær biðstöðvar sem ekið er fram hjá áður en viðskiptavinur kemur að þeirri biðstöð sem hann ætlar að fara út á. Þetta mun gera nýjum og/eða óvönum strætónotendum auðveldara að ferðast með Strætó.
Einnig er framsetning óvæntra atvika eins og lokun biðstöðvar eða seinkunar á ferð gerð skýrari ásamt því að nú er hægt að flakka á milli skjáa án þess að leitarniðurstöður ferðar hverfi strax.
Leitarvél á vef Strætó
Leitarvél er nú líka komin á vef Strætó sem mun auðvelda viðskiptavinum til muna að leita að upplýsingum á vefnum. Hægt er að leita eftir stoppistöðum, leiðarnúmeri, reglum og gjaldskrá svo eitthvað sé nefnt.