Áætlun leiðar 3 verður skert í dag, mánudaginn 24. janúar.


Í stað þess að leiðin aki á 15 mínútna fresti yfir háannatímann (milli kl. 07:00-09:00 og 15:00-18:00), þá verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn.

Gripið er til þessarar skerðingar vegna fjölda vagnstjóra hjá Strætó bs. sem eru í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19.

Veiran hefur einnig áhrif á strætóleiðir 58 og 82 á Snæfellsnesinu, en morgunferðir leiðanna verða felldar niður vegna manneklu.

Fylgst verður náið með stöðunni og tilkynnt verður um öll hugsanleg frávik inn á heimasíðu Strætó.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.