Á mánudaginn hefst Evrópsk samgönguvika sem stendur yfir frá 16. – 22. september.
Þema vikunnar er Almannarými – virkir ferðamátar.
Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í þessu samstillta átaki með sveitarfélögum í Evrópu og hefur Strætó verið með frá upphafi.
Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja fleiri í að nota fjölbreytta, vistvæna ferðamáta.
Kynntu þér allt um samgönguvikuna á: Facebook síðu samgönguviku
Fjölbreyttir viðburðir verða á dagskrá í samgönguvikunni:
16. september: Setning og hjólasýning
• Hjólasýning Reiðhjólabænda í samstarfi við Reykjavíkurborg verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhússins 16. september kl. 16 og verður hún opin alla daga Samgönguvikuna. Gestir geta lagt reiðhjólum sínum við innganga hússins eða í bílakjallara undir húsinu.
18. september: Auðlindahringir, bíó og málþing
• Auðlindahringir er viðburðaröð hjá Elliðaárstöð þar sem auðlindasérfræðingar Orkuveitunnar leiða þátttakendur í hjólaleiðsögn um auðlindir og innviði höfuðborgarsvæðisins. Rafstöðvarvegi kl. 17.
• Reiðhjólabændur og Bíó paradís sýna heimildamyndina Chasing The Sun.
• Aðförin í öndvegi. Elliðaárstöð. Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu á Bístró við Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.
19. september: Nýr göngustígur og PubQuiz
• Opnun á nýjum göngu- og hjólastíg við Suðurhlíðar í samstarfi Reykjavíkurborgar, Vegagerðar og Betri samgangna.
• Samgöngu PubQuiz á SnorraBar með Samtökum um bíllausan lífsstíl kl. 11.
20. september: Umferðarþing
• Umferðarþing – saman í liði. Samgöngustofa heldur Umferðarþing kl. 9:00-15:30 í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík. Þema: Ólíkir vegfarendahópar.
21. september: Reykvíkingar og Seltirningar hjóla saman
• Samhjól. Reykjavíkurborg og Seltjarnarnes leiða hesta sína saman og bjóða upp á hjólaferð fjölskyldunnar. Hist verður við kl. 11 við nýjan útsýnispall við JL húsið. 6 kílómetra Gróttuhringur verður hjólaður og þátttakendum boðið í sund, kaffi, djús og kleinur í lok ferðar.
22. september: Bíllausi dagurinn
• Bíllausi dagurinn. Frítt verður í landsbyggðarstrætó og í strætó á höfuðborgarsvæðinu.
• Lokun á Garðsbraut á Húsavík fyrir bílaumferð. Fyrirlestur um öryggi barna í gatnahönnun. Norðurþing.
Frekari upplýsingar
- Heimasíða samgönguviku er á Facebook.
- Vistorka verður með Samgönguáskorun.
- Hjólafærni býður grunnskólum upp á hjólavottun.