Vegna malbikunarframkvæmda verður Reykjanesbraut lokuð fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík, að álverinu í Straumsvík, frá kl. 20:00 miðvikudaginn 16. nóvember og til kl. 20:00 fimmtudaginn 17. nóvember.
Reykjanesbrautin verður opin fyrir umferð til Suðurnesja og á flugvöllinn allan framkvæmdatímann.
Akstursleiðin frá Hafnarfirði/Reykjavík til Keflavíkur mun haldast óbreytt en búast má við töfum á leiðinni þar sem aksturshraði verður lækkaður niður í 50 km á vinnusvæðinu og búast má við að umferð verði þung.
Akstursleiðin frá Keflavík að Hafnarfirði/Reykjavík mun fara hjáleið um Grindavíkurveg (43), Suðurstrandarveg (427) og Krýsuvíkurveg (42) og má búast við að leiðin lengist um allt að 50 mínútur.
Athugið að þessir vagnar fara ekki hjáleiðina og fara eftir tímaáætlun:
Ferð kl. 6:34 frá Hringbraut – Keflavík
Ferð kl. 6:35 frá Kef-Airport
Ferð kl. 16:42 frá Kef – Airport