Fréttir
6. feb. 2022

Rauð viðvörun: Öllum morgunferðum hjá Strætó aflýst 7. febrúar

Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður aflýst 7. febrúar. Allar ferðir hjá asktursþjónustunni Pant falla niður fyrir hádegi.


Strætó Á höfuðborgarsvæði og landsbyggð

Eins og veðurspáin er núna, þá má búast við að Strætó á höfuðborgarsvæðinu geti hafið akstur á ný í fyrsta lagi í kringum 10:00.

Allar ákvarðanir um akstur verða háðar veðri og færðar á vegum. Við hvetjum viðskiptavini að fylgjast með tilkynningum inn á heimasíðu Strætó eða á Twitter reikningi Strætó.

Skilaboð frá almannavörnum

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins bendir á að þegar veðrinu slotar þá er viðbúið að samgöngur verði enn í ólestri vegna ófærðar og töluverðan tíma tekur að ryðja allar húsagötur í umdæminu. Aðgerðarstjórn hvetur fólk sem ætlar að ferðast innan höfuðborgarsvæðisins til þess að nýta sér almenningssamgöngur svo aðstæður í umferðinni verði ekki of þungar og tefji för snjóruðningstækja.

 


Pant Akstursþjónusta

Öllum ferðum akstursþjónustunnar Pant verður aflýst fyrir hádegi á morgun 7. febrúar. Búist er við að þjónustan verði aftur komin í gang kl. 12:00.

Allar skipulagðar „heimferðir“ sem tengjast aflýstu morgunferðunum verða einnig sjálfkrafa felldar niður nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir því að þær verði eknar.

Það er gert með því að hafa samband við Pant í síma 5402727 eða með því að senda skilaboð í gegnum netspjall Pant eða á netfangið pant@pant.is

Pant