Móttaka Strætó verður lokuð fimmtudaginn 6. febrúar frá kl. 9:00 -12:00, á meðan rauð veðurviðvörun er í gildi. Þjónustuver Strætó verður opið frá kl. 7:00 -16:30 eins og vanalega og geta viðskiptavinir hringt í síma 540 2700.
Viðbúið er að raskanir verði áfram á ferðum á landsbyggðinni en veðrið getur einnig haft áhrif á leiðir innan höfuðborgarsvæðisins. Við biðjum fólk að fylgjast með röskunum undir „Staða á ferðum“.