Aldrei hafa fleiri innstig mælst í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu en í marsmánuði síðastliðnum síðan reglulegar mælingar hófust. Í mars 2023 mældust rúmlega 1.242.000 innstig en flest innstig voru áður mæld í október 2019, en þá voru þau 1.204.000. Séu innstigin í mars hins vegar borin saman við aðra marsmánuði má sjá 26% fjölgun innstiga miðað við mars í fyrra og 12,7% fjölgun miðað við fyrra met í marsmánuði árið 2019. Því er um sannkallaðan metmánuð að ræða frá því að reglulegar mælingar hófust.
Leiðirnar með flestu innstigin í mars voru leiðir 1, 15 og 3.
Innstig - mars
- 2019
- 2020
- 2021
- 2022
- 2023