Eftirfarandi breytingar verða gerðar á leiðum á Suðurnesjum.
Leið 55:
Tímatafla leiðarinn mun taka talsverðum breytingum til að standast betur tímaáætlun.
- Morgunferðir sem í dag leggja af stað kl. 6:35 frá Keflavíkurflugvelli og 6:34 frá Hringbraut/Melteig verða sameinaðar í eina ferð sem leggur af stað frá flugvellinum kl. 6:20 og stoppar við Hringbraut/Melteig kl. 6:28.
- Ferðir sem leggja í dag af stað kl. 7:57 og 8:25 frá BSÍ verða einnig sameinaðar í eina ferð sem fer frá BSÍ kl. 8:15, næsta stopp er Klambratún.
- Leið 55 hættir að aka hring um miðborg Reykjavíkur frá BSÍ – Ráðhús – BSÍ og ekur ekki lengra en að BSÍ nema í fyrstu ferð dagsins á virkum dögum. Þannig er það einungis fyrsta ferðin frá Keflavíkurflugvelli kl. 6:20 sem ekur hringinn um miðborgina (með viðkomu við HÍ kl. 7:46).
Leið 87:
- Leið 87 mun aka 8 ferðir á dag á virkum dögum frá Vogum að Miðstöð í Reykjanesbæ með viðkomu á Vogaafleggjara. Leiðin mun einnig aka 8 ferðir á dag á virkum dögum frá Miðstöð að Vogum með viðkomu á Vogaafleggjara. Á laugardögum og sunnudögum verða 2 ferðir í hvora átt.
Leið 89:
- Hliðrun verður á einstaka ferðum á leið 89 til að passa við ferðir sem breytast á leið 55 frá/til Miðstöð.