Kapp (e.capping) er greiðsluþak yfir hversu mikið þú borgar í strætó á einum degi eða á einni viku. Aldrei er rukkað meira en fyrir 3 ferðir á sólarhring eða 9 ferðir á viku. Þetta er tilvalið fyrir þá sem nýta sér Strætó ekki að jafnaði þar sem fólk veit fyrirfram hvað það mun greiða fyrir Strætó á einum degi eða einni viku.

Það besta við Kapp greiðsluþak er þessi fyrirsjáanleiki – maður veit alltaf hvað maður borgar að hámarki fyrir daginn eða vikuna.

Það þarf ekkert að gera til að virkja Kapp greiðsluþak, það er alltaf að telja. Einungis þarf að muna að nota alltaf sama greiðslumáta eins og sama Klapp kort eða sama Klappið (appið).

 

DagKapp: Ef þú ert búin/n að virkja 3 staka fullorðinsmiða á sama deginum, þá ferðastu frítt út daginn. 

VikuKapp: Ef þú ert búin/n að virkja 9 staka fullorðinsmiða innan einnar viku, þá ferðastu frítt út vikuna.

Kapp greiðsluþak gildir í Klapp greiðslukerfinu hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með almennu stöku fargjaldi – fullorðins gjaldi.

Nánari upplýsingar um Kapp greiðsluþak má finna hér.