Strætó verður í samstarfi með SÁÁ í ár til að vekja athygli á sölu jólaálfsins en álfasala SÁÁ er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Strætó er stoltur af því að vekja athygli á þessum mikilvæga málstað.

Í tilefni af þessu er jólaálfurinn búinn að koma sér fyrir á einum strætisvagni og yfirtaka strætóskýlið á Lækjartorgi.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók á móti fyrsta jólaálfinum í dag í strætóskýlinu við Lækjartorg. Jólaálfurinn nýtti sér að sjálfsögðu almenningssamgöngur og fylgdu Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ og Ásgerður Erla Haraldsdóttir, starfsmaður SÁÁ þeim stutta síðasta spölinn að Lækjartorgi ásamt Jóhannesi S Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó.

Álfasalan stendur yfir frá 29. nóvember til 3. desember  og verður sölufólk á fjölförnum stöðum um allt land og á völdum dögum í Strætó.