Strætó þykir leitt að tilkynna innbrot í netkerfi Strætó sem uppgötvaðist í gær, 27. desember 2021.


Unnið er að staðfestingu atburðarrásar og greiningu á umfangi í náinni samvinnu við sérfræðinga hjá Syndis og Advania. Atvikið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar, CERT-IS og lögreglu.

Ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið, en of snemmt er að segja til um hvort og hvaða upplýsingar innbrotsþjófarnir komust yfir.

Nú þegar hefur gripið til allra aðgerða til að fyrirbyggja hættuna á frekari gagnalekum.

Það skal þó ítrekað að Strætó sendir  aldrei út tölvupósta þar sem fólk er beðið um kortaupplýsingar.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.