Tekin hefur verið ákvörðun um að loka gamla Strætó appinu þann 1. júlí næstkomandi. Öll virkni sem viðkemur leiðarkerfi eða miðum fyrir höfuðborgarsvæðið er nú komin í Klappið auk annarra nýjunga. Flestir hafa nú þegar fært sig yfir í nýtt app enda fleiri möguleikar í því.

Aðeins ein virkni stendur út af en ekki er hægt að versla landsbyggðarmiða í Klappinu. Áfram verður hægt að borga með reiðufé og fá til baka eða greiða með greiðslukorti um borð í vögnunum og eru langflestir sem versla miða með þeim hætti. Sala miða í appinu var að meðaltali aðeins 3% allra seldra fargjalda á landsbyggðinni. Vegagerðin rekur og ber ábyrgð á landsbyggðarstrætó og er nú með til skoðunar að bæta við fleiri greiðslumöguleikum fyrir viðskiptavini á landsbyggðinni. Hægt er að sjá öll verð fyrir landsbyggðina í „Skipuleggja ferð“ í Klappinu og á straeto.is

Í Klappinu og á straeto.is er m.a. hægt að skipuleggja ferðir, sjá vagna í rauntíma (Hvar er Strætó?) og sjá verð bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina.

Viðskiptavinir sem eiga miða í gamla Strætó appinu

Hægt er að flytja miða fyrir höfuðborgarsvæðið séu þeir ekki eldri en 4 ára í Klappið að beiðni viðskiptavina.

Hægt er að óska eftir endurgreiðslu á miðum fyrir landsbyggðina séu þeir ekki eldri en 4 ára.

Þeir sem eiga enn miða í gamla Strætó appinu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Strætó með því að senda tölvupóst á endurgreidslur@straeto.is með upplýsingum um símanúmer og eins ef um er að ræða miða á landsbyggðinni, í hvaða landshluta miðinn gildir.

Spurt og svarað