Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó 22. september
Bíllausi dagurinn, sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni sem hófst 16. september síðastliðinn, er 22. september nk. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó yfir daginn og er fólk hvatt til að hvíla bílinn og nota fjölbreytta og vistvæna ferðamáta.
Þetta er tilvalið tækifæri til að breyta út af vananum í dagsins amstri og rölta, hlaupa, hjóla, hoppa eða taka strætó í vinnu eða skóla.
