Skiljum bílinn eftir heima á bíllausa daginn


Í tilefni af samgönguviku verður bíllausi dagurinn á morgun, 22. september og þá verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Íbúar á stór-höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að leggja bílnum og ferðast frítt um allan bæ frá morgni til kvölds án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði.

Hvernig væri að nota samgönguviku til að gefa einkabílnum kærkomna hvíld og nýta okkur vistvænar samgöngur?