Fréttir
23. jan. 2025

Forgangur Strætó á Kringlumýrarbraut í undirbúningi

Undirbúningur er hafinn á uppbyggingu forgangsreinar fyrir Strætó á Kringlumýrarbraut sem verður um 500m löng. Þar verður einnig gert ráð fyrir nýjum biðstöðvum nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut. 
Strætó, Vegagerðin, Betri samgöngur og Reykjavíkurborg vinna saman að þessu verkefni.

Þessi forgangsrein mun stytta ferðatíma um allt að 4-5 mínútur fyrir strætófarþega sem eru t.d á leið í Borgartún eða á Hlemm. 
Strætó ekur ekki þarna núna því umferðin er of hæg á annatíma og engar biðstöðvar eru á þessari leið í dag. Núna ekur Strætó upp Miklubraut, framhjá Kringlu og svo vestur eftir Háaleitisbraut og beygir síðan norður Kringlumýrarbraut.

Verið er að vinna að verkhönnun og útboðsgögnum og verður vonandi hægt að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda fyrir vorið.

Þegar framkvæmdir hefjast mun þetta hafa áhrif á leið 4 sem mun þá ekki aka lengur um Miklubraut og Háaleitisbraut heldur aka beina leið eftir Kringlumýrarbraut og á þeirri leið munu koma nýjar stoppistöðvar fyrir leið 4 nálægt gatnamótunum við Háaleitisbraut.