Á föstudögum mun móttaka Strætó loka kl. 14:00 í stað 16:00. Er breytingin gerð eftir skoðun á fjölda heimsókna til móttökunnar en mjög fáar komur eru á móttöku Strætó eftir kl.14:00 á föstudögum. Breyttur opnunartími tekur gildi föstudaginn 13. janúar og er þá opnunartími móttöku eftirfarandi:

Opnunartími móttöku

Mánudaga – fimmtudaga: 09.00-16.00

Föstudaga: 09.00-14.00

Lokað um helgar

Athygli er vakin á því að þjónustuver er opið lengur en hægt er að hringja á það í s. 540 2700 mánudaga til föstudaga kl. 7:00-16:30 og um helgar frá kl. 10:00-14:00.