Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi á öllum leiðum pöntunarþjónustu þannig að viðskiptavinir hringja nú í Hreyfil í síma 588 55 22 til þess að panta ferð. Á þetta við um leiðir 22, 23, 25, 26, 27 og 29.

Pöntunarþjónusta þýðir að viðskiptavinir panta ferðina sem þeir ætla að nýta í gegnum síma 588 55 22 minnst 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu. Það er aðeins hægt að greiða fyrir ferðina í leigubílnum með því að sýna Klapp kort, virkjaðan miða í Klapp appi, Klapp tíu eða gildan farmiða.