Breytt tímatafla á leið 71
Ný tímatafla tekur gildi á leið 71 frá og með 6. nóvember nk. Fyrsta ferð frá Þorlákshöfn til Hveragerðis er flýtt og fer kl. 7:16 og er það til að ná tengingu við leið 51 sem er á leið til Reykjavíkur.
Farþegar sem eru á leið til Selfoss þurfa því að bíða örlítið lengur til að ná tengingu við leið 51 en í staðinn næst betri tenging við ferðina til Reykjavíkur.
Biðstöðin Hólsvegur dettur út á leið 14
Frá og með 6. nóvember mun leið 14 hætta að stoppa á biðstöðinni Hólsvegi til að standast betur tímaáætlun. Næsta stöð er Sunnutorg sem er um 150 m frá.