Covid faraldurinn hefur leikið rekstur Strætó grátt og hafa tekjur minnkað um allt að 1,5 milljarðar á síðustu 2 árum. Til að ná endum saman varð því nauðsynlegt að grípa til áframhaldandir aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins. Gert er ráð fyrir því að spara þurfi um 275 m.kr. á árinu 2022 og því verður gripið til hagræðis, þjónustutími og þjónustustig minnkað í  leiðarkerfi Strætó. Þessar breytingar taka gildi sunnudaginn 3. apríl.


Eftirfarandi breytingarnar fela m.a. skerðingu á kvöldferðum á leiðum 7,11,12,15,19,22,23, 28, 35 og 36. Leið 24 mun aka á 30 mín tíðni allan daginn í stað 15 mínútna tíðni á annatíma.


Leið 7

Virkir dagar

Seinasta ferð frá Tungubökkum til Egilshallar fer kl. 21:08 í staðinn fyrir kl. 22:38

Seinasta ferð frá Egilshöll til Tungubakka fer kl. 21:09 í staðinn fyrir kl. 22:39

Helgar

Seinasta ferð frá Tungubökkum til Egilshallar fer kl. 21:04 í staðinn fyrir kl. 21:08

Seinasta ferð frá Egilshöll til Tungubakka fer kl. 21:05 í staðinn fyrir kl. 21:09

 


Leið 11

Seinasta ferð frá Eiðistorgi til Mjóddar fer kl. 23:23 í staðinn fyrir kl. 00:23

Seinasta ferðin frá Mjódd til Eiðistorgs fer kl. 23:22 í staðinn fyrir kl. 00:22

 


Leið 12

Seinasta ferð frá Ártúni til Skerjafjarðar fer kl. 23:07 í staðinn fyrir kl. 23:37

Seinasta ferð frá Skerjafirði til Ártúns fer kl. 23:20 í staðinn fyrir kl. 23:50

 

Leið 15

Seinasta ferð frá Flyðrugranda til Reykjavegar fer kl. 23:01 í staðinn fyrir  kl:23:31

Seinasta ferð frá Reykjavegi til Flyðrugranda fer kl. 23:15 í staðinn fyrir kl:23:45

 


Leið 19

Virkir dagar

Seinasta ferð frá Ásvallalaug til Kaplakrika fer kl.22:10 í staðinn fyrir kl. 22:40

Seinasta ferð frá Kaplakrika til Ásvallalaug fer kl.22:06 í staðinn fyrir kl:22:36

Laugardagar

Seinasta ferð frá Ásvallalaug til Kaplakrika fer kl. 22:22 í staðinn fyrir kl. 22:52

Seinasta ferð frá Kaplakrika til Ásvallalaugar fer kl. 22:18 í staðinn fyrir kl:22:48

 


Leið 22

Virkir dagar. 

Leið 22 breytist í pöntunarþjónustu kl. 19:44 og fer seinasti vagn frá Ásgarði kl. 19:14.

 


Leið 23

Leið 23 breyist í pöntunarþjónustu kl. 19:47 og fer seinasti vagn kl. 19:17.


Leið 24

Leið 24 mun aka á 30 mínútna tíðni alla daga í stað þess að aka á 15 mínútna tíðni á annatímum.


Leið 28

Seinasta ferð frá Dalaþingi til Hamraborgar fer kl. 20:02 í staðinn fyrir kl. 23:32

Seinasta ferð frá Hamraborg til Dalaþings fer kl. 20:05 í staðinn fyrir kl. 23:35

 


Leiðir 35 og 36

Leið 35 

Seinasta ferð frá Hamraborg fer kl. 23:07 i staðin fyrir kl. 23:37

Leið 36

Seinasta ferð frá Hamraborg fer kl. 20:07 i staðin fyrir kl. 22:07

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.