Ekki þarf lengur að panta fyrstu þrjár ferðir leiðar 25 á virkum dögum en leiðin fer á milli Spangarinnar og Gufuness í Grafarvogi. Hingað til hafa allar ferðir á þessari leið verið í pöntunarþjónustu en nú verða fyrstu þrjár ferðirnar á morgnana það ekki, það eru ferðir frá Spönginni B kl. 6:52, 7:22 og 7:52.
Ferðir kl. 8:22 og síðar þarf enn að panta og er það gert með 30 mínútna fyrirvara í síma 540 2740. Einnig eru allar helgarferðir í pöntunarþjónustu áfram.