Í byrjun september verða gerðar breytingar á nokkrum leiðum Strætó á landsbyggðinni.
Leið 57 breytist í Mosfellsbæ
Frá og með sunnudeginum 4. September þá mun leið 57 sem ekur í átt að Akranesi, Borgarnesi eða Akureyri hætta að nota biðstöðina „Háholt“. Í staðinn mun hún nota biðstöðina „Bjarkarholt“.
Leið 57 sem ekur í átt að Mjódd, mun áfram nota biðstöðina „Háholt“.
Leiðir 63, 64 og 81 hefja akstur á ný
Leiðir 63, 64 og 81 sem aka í Borgarbyggð munu hefja akstur á nýjan leik mánudaginn 5. september 2022.
Leiðir 61 og 62 hætta akstri á Vestfjörðum
Leiðir 61 og 62 á Vestfjörðum eru eingöngu eknar yfir sumartímann. Þær munu formlega hætta akstri frá og með 1. september 2022.
Breyting á Austfjörðum
Eftirfarandi breytingar verða gerðar á Austfjörðum mánudaginn 5. september 2022.
Leið 92: Ferðin sem er ekin kl. 16:45 frá Fáskrúðsfirði verður ekin kl. 16:48.
Leið 93: Það bætist við ferð á laugardögum. Ekið verður frá Seyðisfirði kl. 08:45 og frá Egilsstöðum kl. 10:00.