Frá og með 1. janúar nk. mun brottför á leið 94 í báðar áttir vera flýtt um eina klukkustund á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum til þess að samræmast breyttri flugáætlun Mýflugs. Fyrsti dagurinn sem ný áætlun tekur gildi er því föstudagurinn 3. janúar þar sem ekki er flogið á nýársdag.