Nú er hægt að borga snertilaust um borð í öllum vögnum Strætó á höfuðborgarsvæðinu en snertilausar greiðslur hafa verið í prófunum undanfarið hjá Strætó. Þessi nýja greiðslulausn sem er hluti af Klapp greiðslukerfinu er því komin í fulla virkni fyrir viðskiptavini.
Hægt er að greiða eitt almennt fargjald (fullorðins) snertilaust með debit- og kreditkortum.
Snertilausar greiðslur eru einstaklega hentugar þegar viðskiptavinir vilja nýta sér Kapp greiðsluþak en þá er aldrei greitt meira en fyrir 3 ferðir á dag eða 9 ferðir á viku með fullorðins gjaldi. Einfalt og þægilegt, einungis þarf að muna að nota alltaf sama greiðslumáta, sama greiðslukortið, sama Klapp kort eða sama Klappið (appið).
Snertilausar greiðslur:
- 1 kort – 1 miði (650kr.)
- Eitt almennt stakt fargjald (fullorðins)
- Gildir fyrir Visa, Mastercard og Europay
- Miðinn gildir í 75 mín – ef þú skannar sama kortið innan þess tíma í næsta vagni þá er ekki rukkað fyrir nýjan miða
- Snertilausar greiðslur gilda í Klapp greiðslukerfinu hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu
Hægt er að sjá allt um snertilausar greiðslur hér.