Á tímabilinu 19. – 28. febrúar var bilun í greiðsluhirðingu Strætó sem gerði það að verkum að snertilausar greiðslur fóru ekki allar í gegn. Viðskiptavinir voru þannig ekki rukkaðir fyrir allar strætóferðir á þessu tímabili þegar þeir greiddu snertilaust.

Um helgina voru því allar færslur á þessu tímabili rukkaðar saman í einni greiðslu. Til dæmis ef viðskiptavinur fór fjórar ferðir á þessu tímabili getur verið að hann hafi verið rukkaður um 4 x stakt fargjald í einni færslu.

Venjan er að snertilausar greiðslur rukkist allar saman eftir miðnætti svo hægt sé að telja strætóferðir yfir daginn og virkja þannig Kapp greiðsluþak ef við á.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.