Aldrei hafa fleiri innstig í vagna innan höfuðborgarsvæðisins mælst í desembermánuði en í desember síðastliðnum frá því að reglulegar mælingar á innstigum hófust. Í desember 2022 voru tæplega 980.000 innstig í vagna innan höfuðborgarsvæðisins.
Farþegafjöldi í Strætó dróst saman í Covid faraldrinum en fyrir faraldurinn hafði innstigum hægt og bítandi fjölgað og var desember 2019 metmánuður miðað við desembermánuði fyrri ára. Séu desembermánuðirnir 2019 (fyrir Covid) og 2022 hins vegar bornir saman sést að innstig í síðastliðnum desember voru um 8% fleiri en í desember 2019. Notendum strætó fer því fjölgandi sem er ánægjuleg þróun eftir talsverða fækkun í Covid faraldrinum.
Eins og sést á grafinu má sjá hvernig fjöldatakmarkanir vegna Covid höfðu bein áhrif á fjölda viðskiptavina í strætó.
Innstig - des
- 2019
- 2020
- 2021
- 2022