Höfuðborgin
Ekið verður skv. sunnudagsáætlun
Landsbyggðin
Ekið verður skv. laugardagsáætlun
- Leiðir 62 og 94 aka skv. mánudagsáætlun
- Enginn akstur er á leiðum 91 og 93
Athugið að hægt er að sjá allar tímatöflur fyrir þessa daga á öllum leiðum undir tímatöflur.
Móttaka Strætó verður lokuð en þjónustuverið verður opið þennan dag frá kl. 10:00 – 14:00.
Götulokanir munu hafa áhrif á akstur Strætó í miðborg Reykjavíkur og öðrum sveitarfélögum.
Mest mun röskun verða á akstri í kringum miðbæ Reykjavíkur vegna gatnalokana sem vara frá klukkan sjö að morgni til sjö að kvöldi. Þá verða raskanir í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á milli kl. 10:15 og 15:00.
Í Reykjavík verður ekki hægt að aka um Lækjargötu frá Hverfisgötu, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Bjarkargötu, Skothúsavegi, og Vonarstræti frá Tjarnargötu milli klukkan 07:00 og 19:00.
Í Hafnarfirði munu leiðir 1, 19 og 21 aka hjáleið vegna skrúðgöngu á Hringbraut og Lækjargötu frá klukkan 13:00 til 13:30.
Í Mosfellsbæ munu leiðir 7 og 15 aka hjáleiðir vegna skrúðgöngu frá klukkan 13:00 – 14:00.
Allar hjáleiðir verða settar undir stöðu ferða.