Fréttir
15. maí 2023

Áhrif leiðtogafundar Evrópuráðsins á Strætó

Af öryggisástæðum verða götulokanir í miðbænum sem mun hafa áhrif á strætó. Einnig má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda á þessum dögum og verða áhrifin hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum. Athugið að þetta á einnig við um Reykjanesbrautina, þ.e. á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins þessa sömu daga.

Frá kl. 21:00 15. maí til kl. 19:00, 17. maí:

Vegna þessa munu leiðir 1, 3, 6 11, 12, 13, 14 og 55  aka hjáleiðir í kringum miðborgina og leið 16 ekur hjáleið um Vatnagarða í stað Sundagarða.

Athugið að það munu verða ófyrirséðar raskanir á tímaáætlunum víðs vegar um borgina á þessu tímabili.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast vel með vögnum á rauntímakorti